Forsíða

Kvenfélag Hrunamannahrepps

Þann 1. mars 2012 fagnar Kvenfélag Hrunamannahrepps 70 ára afmæli sínu. Félagið hefur starfað ötullega öll þessi ár og hefur fullan hug á að gera slíkt um ókomna tíð.

Stofnendur félagsins 1942 voru 17 konur og í fyrstu stjórn félagsins voru Elínbjörg Sigurðardóttir frá Bjargi, formaður, Guðrún Haraldsdóttir frá Hrafnkelsstöðum, gjaldkeri og Unnur Kjartansdóttir frá Hvammi, ritari.

Tilgangur félagsins var að efla kynni og samvinnu kvenna innan sveitarinnar, að beita sér fyrir mannúðarmálum eftir megni og að efla heimilisiðnað eftir því sem kostur var á.

Í félaginu í dag eru tæplega 100 konur. Eins og 1942 viljum við enn efla kynni kvenna innan okkar ágæta samfélags og okkar aðaláherslur eru mannúðarmál og að sinna góðgerðarmálum.

Við bjóðum nýjar félagskonur ávallt velkomar til að starfa með okkur. Það er því um að gera fyrir þær konur sem vilja láta gott af sér leiða í samfélaginu að ganga til liðs við okkur og taka þátt.

Aðalfundur 2012

Aðalfundur Kvenfélags Hrunamannahrepps verður haldinn sunnudaginn 15. apríl kl. 20.30 í Félagsheimili Hrunamanna. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Kosningar Gjaldkeri til þriggja ára.  Arnfríður Jóhannsdóttir gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. 3 meðstjórnendur. Kosið er um meðstjórnendur ár hvert. Önnur mál. Hvetjum konur til að mæta á aðalfundinn. Utanlandsferð félagsins næsta haust verður …

Lesa meira