Saga félagsins

 

 

1942 Á annan tug kvenna kom saman 1. mars og stofnaði Kvenfélag Hrunamannahrepps. Stofnfélagar voru 17. Fyrsti formaður var Elínbjörg Sigurðardóttir á Bjargi. 2011 Félagið styrkti Björgunarfélagið Eyvind til að kaupa súrefniskúta og hjartastuðtæki. Fjölmargir aðilar úr sveitarfélaginu styrktu þessa gjöf með veglegum styrkjum til félagsins.
1942 Fyrsti skemmtifundurinn haldinn í maí, sem einnig var kynningarfundur. Félagskonur hafa æ síðan lagt áherslu á samveru- og gleðistundir, jafnframt alvarlegri þáttum starfsins.
1942 Samþykkt að senda börnunum á Kaldbak og Kluftum litla jólagjöf.
 1942 Söngmennt íbúanna var áhyggjuefni og var rætt um að halda söngnámskeið. Árið eftir var ákveðið
að reyna að fá Kjartan Jóhannesson til að kenna börnum og fullorðnum söng en ekki er vitað hvort
úr varð
 1943  Félagið varð að fresta fyrirhugaðri skemmtun og hlutaveltu vegna farsótta.
 1943 Rætt um mikilvægi þess að endurheimta kennslustofu skólans en þangað voru um 250 kassar með elstu og verðmætustu gögnum Þjóðskjalasafns og Landsbókasafns fluttir eftir hernámið 1940
1945 Félagið ákvað að endurbæta dýnur í barnarúmunum í Flúðaskóla. Síðan hefur félagið margoft stutt bæði skólann og leikskólann.
1945 Fyrsta hugmynd um eigin trjágarð sést í fundargerð. Árið eftir fékk félagið skika úr landi Hellisholta. Árið 1998 gáfu systkinin félaginu landið. Kvenfélagsskógurinn er nú grenndarskógur Flúðaskóla sem nýtir hann til útikennslu og annast grisjun. Á 8. áratugnum bættist við reitur í Högnastaðaás.
1950  Stungið upp á að sýna góða kvikmynd, til dæmis Heklumyndina eða Síðasta bæinn í dalnum. Síðar voru reglulegar bíósýningar í félagsheimilinu, lengi vel á fimmtudögum þegar ekkert sjónvarp var í boði.
1951 Samþykkt að kaupa saumavél handa skólanum gegn því að sveitarfélagið greiddi helminginn
1952 Haldið upp á 10 ára afmæli félagsins með skemmtikvöldi. Hitamál var í aðdraganda afmælisins hvort bjóða ætti eiginmönnum til fagnaðarins. Varð úr að hafa þá heima! Er þetta fyrsta en ekki síðasta snerran um boð eiginmanna á samkomur.
1953 Farið var í hópferð til að sjá leikritið Vesalingana í Iðnó.
1954 Fyrsta heimildin um mætur félagskvenna á Vefaradansinum. Félagið er eitt fárra kvenfélaga á
landinu sem hefur viðhaldið þessari kunnáttu.
1954 Rætt var hversu leiðinlegir kvenfélagsfundirnir væru. Til skemmtunar var sá háttur tekinn upp að
varpa spurningum til þriggja kvenna. Þær áttu að undirbúa svar fyrir næsta fund og vekja þannig
umræður. Spurninga-nefnd var við lýði til um 1980.
1954 Frést hafði að Mjólkursamlag Borgarfarðar sendi nú skyrið heim í plastumbúðum og ákveðið að fela bændum að kanna hjá mjólkurbúinu hvort ekki mætti hafa þann hátt á.
1955 Félagið keypti 15 fermingarkyrtla sem þá voru að ryðja sér til rúms hérlendis. Þeir þóttu gera ferminguna hátíðlegri en ella en ekki síður gerðu þeir að verkum að ekki sást munur á fátækum og ríkum við athöfnina.
1956 Kvenfélagskonur ræddu um nauðsyn þess að koma
á heimilishjálp. Hún varð að veruleika tveimur
árum síðar.
1959 Samþykkt að kaupa diska og hnífapör fyrir 200
manns í félagsheimilið. Félagið tók þátt í byggingu
þess, bæði með fárframlögum og sjálfboðavinnu,
og átti lengi vel hlut í því. Það tekur ekki lengur
þátt í rekstri hússins en fær afnot af því gegn
sanngjarnri leigu. Þannig stendur sveitarfélagið
afar vel við bakið á starf félagsins.
1961 Sjúkrahúsinu á Selfossi gefnar 30.000 krónur sem
söfnuðust í sjóð til minningar um Maríu Brynjólfsdóttur ljósmóður.
1962 Bændur færðu félaginu peningagjöf í tilefni af 20
ára afmælinu.
1963 Lagt til að konur fengju forgangsrétt að lauginni
einu sinni í viku. Kvennatímar í lauginni á Flúðum
voru við lýði í áratugi.
1964 Kvenfélagskonur ræddu um hjónaballið á fundi.
Meirihluti vildi að boðið yrði upp á hangikjöt í stað
þess að hafa kaf og kökur, eins og verið hafði.
1965 Félagskonur bökuðu 270 jólakökur fyrir landsmót
á Laugarvatni. Þær fengu greitt fyrir baksturinn og
lögðu féð í söfnunina „Herferð gegn hungri“
1967 Félagið ákvað að eignast búning á fallkonuna.
Stofnuð var kyrtilnefnd og var búningurinn vígður
17. júní árið eftir.
1968 Rætt var um myndasögusafnið, sem hafði verið unnið að um nokkurt skeið. Safnið er nú ómetanleg
heimild um íbúa sveitarfélagsins.
1969 Frá spurninganefnd: Eiga konur að starfa í
hrossaræktarfélagi? Svar: Nei, það ætti að vera í
verkahring karla, þrátt fyrir allt jafnrétti.
1970 Félagskonur voru minntar á að hreinsa vel í
kringum bæina.
1970 Rætt um hópferð í krabbameinsskoðun. Slíkt
tíðkaðist á vegum félagsins til földa ára og gerði
mörgum konum kleift að nýta sér
þjónustu Krabbameinsfélagsins.
1971 Félagið seldi sinn hlut í kvikmyndavélinni og lét þar
með af bíórekstri.
1972 Félagið skoraði á skóla og hreppsnefnd að komið
yrði á gagnfræðadeild við barnaskólann sem fyrst.
Þetta rættist haustið 1974 þegar Flúðaskóli tók upp
kennslu við 4. bekk unglingaskóla.
1973 Leikfmi rædd á fundi og talin nauðsynleg til að
laga vöxtinn!
1973 Samþykkt að gera Húsfreyjuna að félagsblaði.
Félagið er enn áskrifandi að blaðinu.
1973 Rætt um boð formanns bridgenefndar í sveitinni
um að konur gætu fengið að læra spilið og taka
þátt í spilamennskunni. Undirtektir voru litlar.
1974 Ákveðið að afla fár með því að selja samlokur á
samkomum. Gestir nutu þessarar greiðasölu félagsins í 15 ár, þegar UMFH tók við. Eiga margir ljúfar
minningar um samloku með rækjusalati, að ekki sé
talað um hangikjöt og baunasalat, áður en haldið
var heim eftir skrall í félagsheimilinu.