Hlutverk nefnda

Fjáröflunarnefnd

  • Nefndin starfar frá aðalfundi til næsta aðalfundar. Þó geta komið upp tilvik þar sem fjáröflunarnefnd kýs að starfa lengur en fram að aðalfundi til að klára tilfallandi verkefni sem verið er að vinna. Ný fjáröflunarnefnd tekur þó til starfa og byrjar hugmyndavinnu og undirbúningsvinnu vegna fyrirhugaðrar fjáröflunar.
  • Nefndin hefur það að markmiði sínu að afla félaginu tekna á öðrum vettvangi en erfidrykkjum og fundarkaffi.
  • Nefndin ber fjárhagslega ábyrgð á tekjum og gjöldum, en er í nánu samstarfi við gjaldkera félagsins.
  • 1. sunnudagur í aðventu hefur verið fastur fjáröflunardagur nefndarinnar. Nefndin hefur alfarið frjálsar hendur með framkvæmd á þessari fjáröflun. Allar tillögur um framkvæmd á aðventudegi eru skoðaðar í samvinnu stjórnar og fjáröflunarnefndar.
    • Eftirfarandi dæmi um framkvæmd eru einungis tillögur og hvorki leiðandi né ráðandi:
      • Basar
      • Hlutavelta
      • Bingó
      • Sölubásar
      • Tónleikar
      • Veitingasala
      • Stjórn félagsins sér um veitingasölu og kökubasar á aðventudegi.
  • Aðrar tekjuaflanir.
  • Fjáröflunarnefnd getur farið fram á að kalla aðrar félagskonur til starfa og hjálpar við fjáröflun, í samvinnu við stjórn félagsins.
  • Fjáröflunarnefnd getur starfað hvenær sem er ársins.

Myndasöfnunarnefnd

  • Nefndin er tilnefnd á aðalfundi.
  • Nefndin starfar allt árið.
  • Nefndin sér um söfnun á myndum af látnum Hrunamönnum og setur þær í tilskildar möppur.
  • Myndir eru lagðar fram til sýnis, við hvaða tilefni sem við hæfi þykir.

Útreiðatúrsnefnd

  • Nefndin tekur til starfa á aðalfundi.
  • Nefndin skilar skýrslu á haustfundi.
  • Nefndin skipuleggur útreiðatúr að sumri.
  • Nefndin getur haft samstarf við aðra aðila um fyrirkomulag útreiðatúrs (önnur félög/ aðra en félagsmenn).
  • Allar konur eru velkomnar í útreiðatúr félagsins en konur utan félagsins geta reiknað með að þurfa að greiða hærra gjald, ef eitthvert gjald þarf að taka.
  • Nefndin getur sótt um fjárstyrk til stjórnar (t.d. í formi niðurgreiðslu f. félagskonur) vegna
      • veitinga
      • aðstöðu
      • skemmtiatriða
      • aðstoðar

Skemmtiferð eldri Hrunamanna

  • Nefndin tekur til starfa á aðalfundi.
  • Nefndin skilar skýrslu á haustfundi.
  • Nefndin skipuleggur ferð fyrir eldri Hrunamenn
  • Ferðin skal farin að sumri.
  • Félagið greiðir fyrir rútu.
    • Í þeim tilvikum sem það á við, reikna ferðalangar með að greiða fyrir veitingar, aðgangseyri eða annað sem til fellur.
    • Félagið reynir eftir megni að halda kostnaði í lágmarki fyrir þátttakendur.
  • Um eins dags ferðir er að ræða.